Hringskonur komu á vöknun á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 14. nóvember 2017 og færðu deildinni rausnarlegan styrk en þær hafa ætíð sinnt velferð barna og stutt dyggilega við starfsemi spítalans.
Á síðasta ári voru gerðar umbætur á deildinni þar sem aðstaða starfsmanna var bætt og á þessu ári var farið í verkefni sem hafði það að leiðarljósi að gera þann hluta vöknunar sem sinnir börnum og aðstandendum þeirra eins barna- og fjölskylduvænan og unnt væri. Markmiðið var að auðvelda sem mest erfiða dvöl á vöknun.
Árlega eru hátt í 700 aðgerðir á börnum yngri en 18 ára á skurðstofum í Fossvogi og koma þau og aðstandendur þeirra inn á vöknun til eftirlits í kjölfar aðgerðar.