Á alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa var minnst þeirra fjölmargra sem látist hafa í umferðinni hér á landi. Frá því skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968 hafa 1.545 látist í umferðinni á Íslandi.
Athöfn var við þyrlupallinn á Landspítala Fossvogi 19. nóvember 2017. Meðal viðstaddra voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Við athöfnina voru heiðraðar starfstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu í kjölfar umferðarslysa.
Árin 2007 til 2016 létust að meðaltali 12,3 árlega í umferðinni, áratuginn þar á undan hins vegar 24,4. Árið 2016 létust 16 í umferðinni hér á landi og það sem af er þessu ári eru fórnarlömin orðin 13. Alvarlega slaðsaðir og látnir fyrstu 8 mánuði ársins 2017 eru 133 en voru á sama tíma í fyrra 145.