Konur úr kvennalandsliðinu í körfubolta komu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins föstudaginn 10. nóvember 2017 og gáfu börnunum landsliðsboli, körfubolta, lyklakippur og árituð plaköt með landsliðinu. Öll börn, bæði stúlkur og drengir, þáðu að fá þessa flottu fulltrúa í heimsókn til sín og geta þau síðan æft sig í körfubolta og nýtt sér færanlega körfu sem var gefin leikstofunni. Landsliðskonurnar heita Hildur Björg, Helena og Sandra og starfsmenn á barnaspítalanum Sigurbjörg og Guðrún. .Börnin á myndinni eru Tinna,Trausti (með boltann) og Kári Björn.
Leit
Loka