Skýrsla nefndar í plastbarkamálinu sem skipuð var af rektor Háskóla Íslands og forstjóra Landspítala hinn 27. október 2016 verður kynnt í Norræna húsinu 6. nóvember 2017, kl. 14:00-15:30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl. 13:45.
Smelltu hérna >> til að horfa á streymi frá opnum fundi óháðrar nefndar um plastbarkamálið, mánudaginn 6. nóvember 2017.
Í kjölfar viðamikilla rannsókna í Svíþjóð á hinu svokallaða plastbarkamáli skipuðu forstjóri Landspítala og rektor Háskóla Íslands nefnd þriggja óháðra utanaðkomandi sérfræðinga til að rannsaka aðkomu stofnananna og starfsmanna þeirra að því. Nefndinni var m.a. ætlað að veita rökstutt álit á því hvort ákvarðanir íslenskra heilbrigðisstarfsmanna á Landspítala í tengslum við málið hafi verið í samræmi við lög, reglur og verkferla. Þá var það hlutverk nefndarinnar að rannsaka lagalegan og siðferðilegan grundvöll fyrir þátttöku íslenskra lækna í ritun og birtingu greinar um efnið í vísindatímaritinu Lancet og fyrir málþingi sem var haldið í HÍ sumarið 2012.
Fundarstjóri: Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur
Dagskrá
14:00-15:00
Dr. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, kynnir helstu niðurstöður hennar
15:00-15:30
Dr. Páll Hreinsson og María Sigurjónsdóttir sitja fyrir svörum
Nefndin
Dr. Páll Hreinsson, dómari við EFTA-dómstólinn. Páll var áður dómari við Hæstarétt Íslands, formaður stjórnar Persónuverndar og prófessor við HÍ. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi hins opinbera.
Páll var formaður rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna árið 2008.
María Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í geðlækningum við réttargeðdeildina í Dikemark í Noregi. Auk geðlæknisstarfa er María með BA-gráðu í heimspeki.
Hún hefur unnið með ýmis mál innan læknisfræðilegrar siðfræði og framkvæmt réttargeðmat í fjölmörgum málum.
Georg Bjarnason, krabbameinslæknir og vísindamaður við Sunnybrook-stofnunina í Toronto í Kanada. Georg er virtur vísindamaður á sínu sviði á alþjóðavettvangi og hefur mikla reynslu af krabbameinslækningum og vísindarannsóknum þeim tengdum.