Blóðbankinn hefur verið með vottað gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 í 17 ár.
Árið 2015 var ISO 9001 staðlinum breytt og t.d. meiri áhersla lögð á áhættugrundaða hugsun í allri starfsemi.
Í síðustu úttekt BSI (British Standards Institution) nú í haust var Blóðbankinn tekinn út eftir nýju útgáfu staðalsins og taldist uppfylla kröfur hans.
Blóðbankinn er stoltur af öllum starfsmönnum sínum sem hafa gert þetta kleift.