Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi heldur sína 15. stórtónleika í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 9. nóvember 2017, til styrktar BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítala og líknarsjóði Fjörgynjar. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.
Margir af þekktustu listamönnum þjóðarinnar koma fram og styrkja verkefnið:
Ari Eldjárn, Dísella Lárusdóttir og Gissur Páll Gissurarson, Greta Salome og hljómsveit, Geir Ólafs, Guðrún Árný Karlsdóttir, Helgi Björnsson, Raggi Bjarna, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Sigga Beinteins, og Vox Populi kór ungs fólks og stjórnandi hans Hilmar Örn Agnarsson.
Undirleikarar: Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldsson.
Kynnir: Gísli Einarsson.
Ágóðinn af tónleikunum
Lionsklúbburinn afhenti BUGL árið 2011 tvær bifreiðar til eignar. Gjöfinni fylgdi einnig umsjón með rekstrarkostnaði þeirra í 3 ár. Fyrir 2 árum voru bifreiðarnar endurnýjaðar og rekstarkostnaðurinn fylgdi með.
Bifreiðarnar hafa nýst starfsemi BUGL einstaklega vel, þá sérstaklega vegna aukinnar áherslu á vettvangsþjónustu og samvinnu við aðila í nærumhverfi. Bifreiðarnar hafa einnig verið nýttar til ýmissa vettvangsferða með börnin og unglingana. Auk þess hefur klúbburinn gefið BUGL ýman tæknibúnað og tæki til að styðja við starfsemi þeirra.
Hlustun til góðs
Á þessum tónleikum hefur ávallt myndast góð og afslöppuð stemning þar sem tónleikagestir hafa fengið að hlusta á frábæra listamenn og um leið styðja við gott málefni.
Miðasala á midi.is
Aðgöngumiði á A svæði 7.500 kr. og á B svæði 6.500 kr.
Tryggið ykkur miða á midi.is