Viðbót 2. nóvember: Finnar sigursælir í Helsinki (menningarvefur RÚV)
-----------------------
Á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki í Finnlandi sem stendur yfir verður tilkynnt um hver fær umhverfisverðlauna ráðsins. Landspítali er tilnefndur til þessara verðlauna.
Sýnt verður frá afhendingu verðlaunanna í beinni útsendingu á menningarvef RÚV miðvikudagskvöldið 1. nóvember.
Við úthlutunina er horft til verkefna sem stuðla að því að færa fólk nær úrgangslausu samfélagi. Á Landspítala hefur verið kappsamlega að slíku með markvissri umhverfisstefnu. Páll Matthíasson fjallaði um þetta í forstjórapistli sínum 16. júní 2017.
Meðfylgjandi myndskeið var útbúið vegna tilnefningar Landspítala til verðlaunanna til að kynna umhverfisstarfið á spítalanum.