Í ályktun hjúkrunarráðs Landspítala á aðalfundi í gær var skorað á stjórnvöld að auka fjárframlög eins og lofað hefur verið svo hægt sé að grípa til aðgerða og sporna við skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Bendir hjúkrunarráð meðal annars á að mannekla hjúkrunarfræðinga er ógn við gæðum og öryggi þjónustu og getur haft neikvæð áhrif á lífslíkur sjúklinga.
Leit
Loka