John Snorri Sigurjónsson sem sumarið 2017 fór á topp K2, erfiðasta og næst hæsta fjalls heims fyrstur Íslendinga, segir frá ferðalaginu í máli og myndum á háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands í Háskólabíó þriðjudagskvöldið 31. október.
Í þessari ferð safnaði hann áheitum fyrir Líf styrktarfélag kvennadeildar Landspítala.
Þessi fundur er hluti af 90 ára afmælishátíð FÍ og munu læknarnir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson segja frá íslenskum háfjallaperlum.
Allur ágóði af fundinum rennur óskiptur til Lífs styrktarfélags.
Auglýsing um háfjallakvöldið (pdf)