Á Evrópuþingi hjartaskurðlækna (EACTS) sem haldið var í október 2017 í Vín í Austurríki voru gefnar út í fyrsta skipti evrópskar leiðbeiningar (Guidelines) um lyfjameðferð fyrir og eftir opnar hjartaaðgerðir. Leiðbeiningarnar voru birtar í „European Journal of Cardiothoracic Surgery“ og snúa meðal annars að meðferð með blóðflöguhemjandi- og blóðþynningarlyfjum, beta- og ACE-hemlum og statínum.
Að leiðbeiningunum stóðu 13 hjartaskurðlæknar, svæfinga- og gjörgæslulæknar og hjartalæknar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, þar á meðal Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala. Á síðastliðnum þremur árum hefur hópurinn kynnt sér þúsundir rannsókna, lagt mat á gæði þeirra og síðan hist á fundum í London til að ákveða hverjar leiðbeiningarnar yrðu.
Alþjóðlegar leiðbeiningar um lyfjameðferð fyrir og eftir opnar hjartaaðgerðir.