Menntadeildin á Landspítala hélt þann 17. október 2017 öryggisnámskeið, Basic Patient Safety, fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga sem hafa starfað á Landspítala í 1-3 ár. Þátttakendur voru mjög ánægðir með þetta framlag og töldu það gagnast þeim vel í starfi og gáfu námskeiðinu mjög gott mat (9,83).
Menntadeildin sinnir með ánægju þessum hópi nýrra erlendra hjúkrunarfræðinga og stefnir á áframhaldandi fræðslu fyrir hann nú í nóvember. Þetta er framlag deildarinnar til að aðstoða þennan hóp við að ná tökum á starfinu og þar með styðja öryggismenningu spítalans.