Á göngudeild sykursýki á Landspítala hefur verið þróuð og innleidd formföst skimun þar sem fólk með sykursýki fær reglubundna skoðun á fótum. Við það verður til áhættumat sem unnið er út frá. Jafnframt hefur verið sett á fót þverfagleg göngudeild á sáramiðstöðinni á B3 á Landspítala Fossvogi þar sem flóknari vandamál eru meðhöndluð og þeim fylgt eftir.
Fótamein eru meðal alvarlegustu og flóknustu langvinnu fylgikvillum sykursýki. Meðal fótameina teljast fótasár, aflaganir, skynskerðing, taugaverkir og margt fleira. Ásamt mögulegum áhrifum á lífsgæði fólks er þetta algengasta ástæða aflimana sem ekki tengjast áverkum.
Viðmælandi: Tómas Þór Ágústsson sérfræðilæknir á göngudeild innkirtla- og efnaskiptasjúkdóma