Ályktun samþykkt á almennum læknaráðsfundi föstudaginn 13. október 2017
Læknaráð Landspítala skorar á yfirvöld heilbrigðismála og væntanlega kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga að mótuð sé skýr stefna í heilbrigðismálum til framtíðar þar sem hagsmunir sjúklinga eru hafðir að leiðarljósi.
Jafnframt að heilbrigðiskerfinu og þar með talið Landspítala verði ávallt tryggt það fjármagn sem þarf og sýnt hefur verið fram á að þurfi til að geta staðið undir rekstri og þjónustu sem spítalanum er ætlað að hafa við sjúklinga. Þannig sé tryggt að staðið sé við ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu þar sem fram kemur að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.
Læknaráð Landspítala skorar á yfirvöld heilbrigðismála og væntanlega kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga að mótuð sé skýr stefna í heilbrigðismálum til framtíðar þar sem hagsmunir sjúklinga eru hafðir að leiðarljósi.
Jafnframt að heilbrigðiskerfinu og þar með talið Landspítala verði ávallt tryggt það fjármagn sem þarf og sýnt hefur verið fram á að þurfi til að geta staðið undir rekstri og þjónustu sem spítalanum er ætlað að hafa við sjúklinga. Þannig sé tryggt að staðið sé við ákvæði laga um heilbrigðisþjónustu þar sem fram kemur að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði.