Hjarta-, lungna- og augnskurðdeild 12G fékk í september 2017 viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi hjúkrunar- og sjúkraliðanema.
Árlega veitir menntadeild Landspítala einni deild slíka viðurkenningu. Eftir hvert námstímabil á spítalanum fá nemendur senda rafræna könnun. Niðurstöður hennar nýtast til að taka á vandamálum sem upp koma en einnig til þess að hrósa fyrir vel unnin störf.
Á 12G eru nemendur m.a. mjög ánægðir með námstækifærin, þeim finnst þeir læra mikið á deildinni og fá góðar móttökur.