Óður til framtíðar er yfirskrift málþings í tilefni af 30 ára afmæli Heimahlynningar, 20 ára afmæli líknarráðgjafarteymis Landspítala og 10 ára afmæli Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.
Málþingið verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut föstudaginn 6. október 2017, kl. 13:00-16:00. Allir eru velkomnir.
Á málþinginu verður horft til framtíðar varðandi líknarmeðferð fyrir sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma, sérstaklega til þess að veita líknarmeðferð fyrr í sjúkdómsferlinu og til fleiri sjúklingahópa en þeirra sem hafa krabbamein. Auk þess fjallað um leiðir til að efla og hlúa að heilbrigðisstarfsmanninum.