Árleg bólusetning gegn inflúensu er hafin á Landspítala. Stefnt er að því að 9 af hverjum 10 starfsmönnum spítalans láti bólusetja sig.
Rannsóknir sýna að bólusetning starfsmanna gegn inflúensu dregur úr smiti til sjúklinga og ver einnig starfsmenn gegn smiti.
Í myndskeiðinu er rætt við Bylgju Kærnested deildarstjóra og Má Kristjánsson yfirlækni.