„Það er mjög viðeigandi og skemmtilegt að mjólkin leggi Landspítala lið með þessum hætti. Starfsfólk spítalans þarf að hafa yfir að ráða góðum og nútímavæddum tækjabúnaði til að ná sem bestum árangri í meðhöndlun skjólstæðinga,“ sagði Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, við þetta tækifæri.
Eins og undanfarin ár er það D-vítamínbætt léttmjólk sem skiptir tímabundið um útlit og munu 30 krónur af hverri seldri fernu renna til tækjakaupa Landspítala.
Um er að ræða tvö tæki. Annars vegar Cusa, en það tæki kallar fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum með kviðsjártækni. Hins vegar verður safnað fyrir barkaspeglunartæki sem auðveldar barkaþræðingu hjá mikið slösuðum og veikum sjúklingum á bráðamóttöku.
Á MYNDUM:
Söfnunarátaki ýtt úr vör: Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar, ásamt Ölmu Möller, framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landspítala og Guðlaugu Rakel Guðjónsdótturframkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala.