Hildur Guðrún Elíasdóttir hefur verið settur deildarstjóri á öldrunarlækningadeild L3, á Landspítala Landakoti.
Þetta er 5 daga deild, þangað koma aldraðir sem þurfa innlögn úr heimahúsi eða bráðadeildum Landspítala vegna fjölþætts heilsufarsvanda, færnitaps og þurfa frekari greiningu, hjúkrunar- og læknismeðferð og endurhæfingu.
Hildur Guðrún lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2005 og námi á meistarastigi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Hún starfaði á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi í sjö ár og var í skólaheilsugæslu á Heilbrigðsstofnun Suðurnesja í eitt ár. Frá árinu 2016 starfaði hún á deild L4 á Landakoti sem aðstoðardeildarstjóri.