Helga Atladóttir hefur verið ráðin deildarstjóri á útskriftardeild L2 á Landspítala Landakoti. Útskriftardeild L2 er sjö daga deild þar sem fram fer greining, meðferð og endurhæfing aldraðra. Deildin er eingöngu ætluð þeim sem taldir eru geta útskrifast heim eftir umfangsmikla endurhæfingu.
Helga lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2000, námi í náttúrumeðferðum frá Heilpraktikerschule Westfalen í Þýskalandið árið 2005 og meistaranámi í hjúkrunarstjórnun árið 2011. Meistaraverkefni hennar var „Aldraðir með vitræna skerðingu á hjúkrunarheimili á Íslandi, heilsufar, færni og gæði hjúkrunar.“ Frá 2000 til 2001 starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala og sem hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi árin 2002 til 2005. Árið 2007 hóf Helga störf á Hjúkrunarheimilinu Höfða og var hjúkrunarforstjóri þar frá 2008 þar til hún tók til starfa á útskriftardeild L2. Helga hefur tekið þátt í ýmsum þróunarverkefnum og vinnuhópum innan og utan Landspítala.
Helga lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2000, námi í náttúrumeðferðum frá Heilpraktikerschule Westfalen í Þýskalandið árið 2005 og meistaranámi í hjúkrunarstjórnun árið 2011. Meistaraverkefni hennar var „Aldraðir með vitræna skerðingu á hjúkrunarheimili á Íslandi, heilsufar, færni og gæði hjúkrunar.“ Frá 2000 til 2001 starfaði hún sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala og sem hjúkrunarfræðingur í Þýskalandi árin 2002 til 2005. Árið 2007 hóf Helga störf á Hjúkrunarheimilinu Höfða og var hjúkrunarforstjóri þar frá 2008 þar til hún tók til starfa á útskriftardeild L2. Helga hefur tekið þátt í ýmsum þróunarverkefnum og vinnuhópum innan og utan Landspítala.