Myndin er af Ingu Þórsdóttur, stofnanda RÍN.
Hér tengill á fréttina á HÍ. https://www.hi.is/frettir/rannsoknir_rin_nytast_samfelaginu_ollu
Guðrún Kr 5438410
Tuttugu ára afmæli Rannsóknastofu í næringarfræði (RÍN) var fagnað með veglegu afmælisþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands 7. september 2017 en það sóttu m.a. nemendur og vísindamenn sem komið hafa að starfi stofunnar undanfarna tvo áratugi auk velunnara.
"Rannsóknastofa í næringarfræði (RÍN) hefur frá upphafi lagt megináherslu á að meta næringarástand og tengsl næringar og heilsu meðal viðkvæmra hópa, t.d. barnshafandi kvenna, ungra barna, aldraðra og sjúklinga. Þessar áherslur hafa í raun lítið breyst á þeim 20 árum sem liðin eru frá stofnun RÍN, en rannsóknirnar hafa þróast og þroskast,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði og forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði sem Háskóli Íslands og Landspítali reka í sameiningu.