Sif Hansdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lungnalækninga á lyflækningasviði Landspítala frá 1. september 2017 til næstu 5 ára.
Sif lauk embættisprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands í júní 1998. Hún stundaði sérfræðinám University of Iowa í Bandaríkjunum og lauk þaðan prófi í almennum lyflækningum 2004 og sérfræðingsprófi í lungnalækningum 2008 og gjörgæslulækningum 2009. Sif lauk doktorsnámi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2011.
Sif starfaði sem sérfræðingur í lungna- og gjörgæslulækningum við University of Iowa á árunum 2008 til 2014 og við Landspítala frá 2014. Hún var í faglegri forystu fyrir sérhæfri legudeild fyrir sjúklinga með alvarlega lungnasjúkdóma og fyrir lungnaháþrýstingsteymi í Iowa og hefur verið í forsvari fyrir lungnaígræðsluteymi á Landpítala frá 2015.