Kvenfélagið Hringurinn hefur fært bráðamóttökunni á Landspítala Fossvogi að gjöf ómtæki til skoðunar á börnum. Það er eitt af þremur ómtækjum sem Hringurinn færir Landspítala þetta árið. Tækið var formlega afhent 20. júlí 2017 og er þegar komið í notkun.
Þetta ómtæki er eitt það fullkomnasta sem völ er á til að skoða og meta mögulega innvortis áverka hjá börnum sem orðið hafa fyrir slysum. Ekki eru alltaf sýnilegir áverkar í byrjun og því getur skipt sköpum að greina sem allra fyrst lífsógnandi leynda áverka og geta strax hafið viðeigandi meðferð og eftirlit.
Árlega leita um 13.000 börn á bráðamóttökuna í Fossvogi með áverka eftir slys. Af þeim eru um 9.000 fjórtán ára og yngri og þar af eru 80-100 með alvarlega áverka sem þarfnast stærri inngripa eða rannsókna. Því er afar mikilvægt að rétt tæki og tól séu til staðar á bráðamóttöku til að flýta greiningu á alvarlegum áverkum hjá börnum. Stjórnendur bráðamóttökunnar erum því afar þakklátir Hringskonum fyrir þessa höfðinglegu gjöf.