Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri legudeildar barna- og unglingageðdeildar Landspítala, BUGL, frá 1. ágúst 2017.
Sigurveig lauk BSc gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Hún lauk MA gráðu í heilbrigðis- og lífsiðfræði frá sama skóla árið 2015 þar sem meistararitgerð hennar fjallaði um meðferðarsambandið og virðingu í heilbrigðisþjónustu.
Sigurveig hefur verið gestakennari í grunnnámi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og er formaður siða- og sáttanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Sigurveig starfaði lengst af á legudeild BUGL, bæði við klíník og stjórnun. Hún hefur einnig gegnt starfi aðstoðardeildarstjóra á göngudeild geðsviðs á Kleppi og forstöðuhjúkrunarfræðings í sértæku búsetuúrræði hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar.