Líf styrktarfélag afhenti í lok júní 2017 dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala ágóðann af Globeathon hlaupinu 2016. Endurbætur á deildinni hafa staðið til lengi en nú í haust hefjast framkvæmdir. Globeathon hlaupið er alþjóðlegur viðburður, haldinn til að vekja athygli á krabbameinum í kvenlíffærum.
Undirbúningur er hafinn fyrir hlaupið í ár sem verður 10. september.
Skráning í hlaupið fer fram á www.hlaup.is.
Á myndinni eru Inga Arnardóttir og Sigrún Arnardóttir frá Líf auk Þórunnar Sævarsdótttur, deildarstjóra dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga og Ásgerðar Sverrisdóttur krabbameinslæknis