Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri háls-, nef- , lýta-, og æðaskurðdeildar A4 Landspítala frá 1. júlí 2017 til næstu fimm ára.
Ingibjörg lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og meistaranámi í hjúkrun frá HÍ 2011. Hún fékk sérfræðingsréttindi í hjúkrun aðgerðarsjúklinga árið 2017.
Ingibjörg hefur starfað á skurðdeildum Landspítala nær óslitið frá 2000 og hefur verið aðstoðardeildarstjóri á A4 frá árinu 2012.
Hún hefur verið stundakennari við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands frá 2009.
Helstu áherslur Ingibjargar í hjúkrun hafa verið sár og sárameðferð en einnig innleiðing og þróun á rafrænni sjúkraskrá og hefur hún haldið fjölda námskeiða og erindi um þessi málefni.
Ingibjörg er fulltrúi Íslands í kennararáði evrópsku sárasamtakanna EWMA og situr í stjórn SUMS (samtök um sárameðferð).