John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur ætlar fyrstur Íslendinga að klífa K2 á næstu vikum, en það er talið er vera erfiðasta fjall í heimi og einungis um 280 manns hafa komist alla leið á toppinn.
Hann lagði af stað í þennan leiðangur hinn 2. apríl og hefur síðan verið að æfa sig með því að ganga á nokkur hæstu fjöll heims, meðal annars Island Peak og Lhothse í Nepal. Æfingar hafa gengið vel og stefnir hann á að ná toppi K2 í lok júlí.
John Snorri ætlar að safna áheitum meðan á ferðalaginu stendur og mun allur peningur sem safnast renna til Líf, styrktarfélags kvennadeildar Landspítala.
Líf hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna og aflar fjár með félagsgjöldum og margvíslegum fjáröflunum. Að því standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeildar ásamt breiðum hópi fólks víðsvegar úr þjóðfélaginu.
Hægt er að fylgjast með ferðum hans í máli og myndum á síðunni www.lifsspor.is og þar er einnig hægt að heita á kappann og senda honum skilaboð og hvatningu. Ferðalagið er einnig á Facebook undir lifsspor á K2 og á Líf styrktarfélag eða www.gefdulif.is.
https://www.facebook.com/lifssporaK2/
Leit
Loka