Það er á ábyrgð forstjóra og framkvæmdastjóra Landspítala hverju sinni að haga skipulagi og starfsemi spítalans í samræmi við ítrustu kröfur samtímans um fagmennsku, framþróun, skilvirkni og öryggi. Breytingar á skipulagi Landspítala eru alltaf gerðar í samræmi við lög og reglur, á varfærinn hátt og í samráði við hlutaðeigandi stjórnendur og starfsfólk. Það er hins vegar eðlilegt og stundum óumflýjanlegt að skiptar skoðanir séu á skipulagsbreytingum.
Nýlegar breytingar á rannsóknarsviði Landspítala fólust einkum í því að stjórnunarfyrirkomulag þar hefur nú verið fært til samræmis við þá högun sem hefur reynst farsæl á öðrum klínískum sviðum spítalans um langa hríð. Skipulagið felur nú í sér að yfirlæknar og deildarstjórar heyra nú beint undir framkvæmdastjóra sviða, eins og á öðrum sviðum. Hvað ábyrgð yfirlækna rannsóknarsviðs varðar er hún sambærileg og hjá kollegum þeirra á öðrum sviðum Landspítala.
Rannsóknarsvið Landspítala er burðarásinn í lækningarannsóknum á Íslandi. Sviðið er mannað framúrskarandi stjórnendum og afar færu fagfólki með ólíka menntun og bakgrunn, sem sameiginlega tekur þátt í að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu.
Nýlegar breytingar á rannsóknarsviði Landspítala fólust einkum í því að stjórnunarfyrirkomulag þar hefur nú verið fært til samræmis við þá högun sem hefur reynst farsæl á öðrum klínískum sviðum spítalans um langa hríð. Skipulagið felur nú í sér að yfirlæknar og deildarstjórar heyra nú beint undir framkvæmdastjóra sviða, eins og á öðrum sviðum. Hvað ábyrgð yfirlækna rannsóknarsviðs varðar er hún sambærileg og hjá kollegum þeirra á öðrum sviðum Landspítala.
Rannsóknarsvið Landspítala er burðarásinn í lækningarannsóknum á Íslandi. Sviðið er mannað framúrskarandi stjórnendum og afar færu fagfólki með ólíka menntun og bakgrunn, sem sameiginlega tekur þátt í að veita fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu.