Starfsemi bráðalyflækningadeildar er umtalsvert breytt frá 1. júní 2017. Unnið verður þar eftir erlendri fyrirmynd af Medical Assessment Unit (MAU) sem hefur verið þýtt sem greiningardeild. Þangað koma sjúklingar með bráð lyflæknisfræðileg vandamál frá bráðamóttökum eða dag- og göngudeildum Landspítala í greiningu, mat og meðferð. Þetta verður 48 klukkustunda deild og er gert ráð fyrir að sjúklingar útskrifist heim eða leggjist inn á aðrar deildir spítalans að þeim tíma loknum.
Viðmælendur:
Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs
Sigríður Þórdís Valtýsdóttir, yfirlæknir almennra lyflækninga
Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur á lyflækningadeild
María Vigdís Sverrisdóttir, deildarstjóri á bráðalyflækningadeild