Linda Kristmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs á Landspítala til fimm ára frá og með 1. júní 2017.
Linda er hjúkrunarfræðingur að mennt, með tvöfalt meistarapróf, annars vegar í geðhjúkrun frá University of Wisconsin í Madison og hins vegar í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.
Linda hefur starfað á Landspítala nánast óslitið frá 1990, meðal annars sem deildarstjóri á göngudeild barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og á tveimur deildum geðsviðs og verið sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði. Síðustu átta mánuði hefur hún verið í tímabundinni ráðningu sem framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs.