Árlega eru gerðar 240 þúsund rannsóknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, þar af 75 þúsund bakteríuræktanir og 39 þúsund áhætturannsóknir. Árið 2016 greindust 27 ný HIV tilfelli.
Starfsemin var áður í tveim deildum, sýklafræðideild og veirufræðideild, en frá 1. janúar 2017 hefur hún verið sameinuð. Það verður síðan við flutning í nýja spítala sem endanleg sameining verður á einn stað en nú er hluti deildarinnar í Ármúla og við Hringbraut.
Viðmælendur hér eru Karl K. Kristinsson yfirlæknir og Ólafía Svandís Grétarsdóttir, deildarstjóri sýkla- og veirufræðideildar.