Opinn kynningarfundur um breytta starfsemi bráðalyflækningadeildar A2 frá 1. júní verður haldinn miðvikudaginn 31. maí 2017, kl, 12:00-13:00, í Blásölum í Fossvogi.
Þann 1. júní breytist starfsemi bráðalyflækningadeildar A2 umtalsvert.
Deildin stækkar úr 15 rúmum í 21 og verður unnið eftir erlendri fyrirmynd að Medical Assessment Unit (MAU). Þar munu sjúklingar með bráð lyflæknisfræðileg vandamál fá þverfaglegt mat og meðferð.
Tilgangur breytinganna er að auka skilvirkni, bæta gæði þjónustunnar og auka flæði.
Bráðalyflækningadeild heyrir áfram undir almennar lyflækningar. Yfirlæknir almennra lyflækninga er Sigríður Þórdís Valtýsdóttir og deildarstjóri er María Vigdís Sverrisdóttir. Ragnar Freyr Ingvarsson verður umsjónarlæknir deildarinnar.