Á vegum Reykjavíkurborgar er nú unnið að gatnaframkvæmdum í Fossvogi sem hafa valdið nokkrum töfum á umferð fólks að og frá Landspítala Fossvogi.
Yfirvöld gatnamála hafa kappkostað að hafa eins mikið opið og mögulegt er síðan framkvæmdir hófust en telja óhjákvæmilegt að vegna framkvæmdanna verði einhverjar tafir.
Upp úr klukkan 15:00 í dag, fimmtudaginn 18. maí 2017, var lokið malbikun Bústaðarvegar og einungis verið að bíða með kólnun á malbiki til að hægt væri að hleypa inn allri umferð. Það átti að vera búið kl. 15:30 og kl. 16:00
voru allar leiðir að spítalanum opnar og einungis beygja af Háaleitisbraut austur Bústaðarveg lokuð ( u.þ.b. 30 mín. ) en það urðu smá tafir í byrjun í morgun sem er þessu valdandi.
Um kaffileytið voru framkvæmdamenn að færa til lokanir og vísa fólki leiðir og hleypa þeim sem áttu erindi að Landspítala í gegn.
Það sem eftir er að gera er að malbika Háaleitisbrautina og er stefnt að því að ljúka því upp úr hádegi á morgun, föstudag. Byrjað verður upp við Bústaðaveg og farið niður brekkuna til að flýta fyrir opnun inn Áland að bráðamóttökunni. Þessi framkvæmd á morgun ætti því ekki að hafa áhrif á vaktaskiptum, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum gatnamála. Bílum verður hleypt í gegn eftir því sem kostur er.