Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri göngudeildar geðsviðs frá 1. mars 2017 til næstu 5 ára.
Helga lauk BSc.-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999. Hún er með MN-gráðu frá Hjúkrunarfræðskóla Washington háskóla frá 2004 og PhD frá sama skóla árið 2007.
Helga áætlar að ljúka meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík 2017. Hún hefur verið hjúkrunardeildarstjóri fíknigeðdeildar geðsviðs frá 2011 til 2016 er hún tók að sér vinnu og skipulag vegna sameiningar göngudeilda geðsviðs. Helga hefur tekið virkan þátt í fræðslu starfsfólks Landspítala og haldið erindi um hjúkrun einstaklinga með fíknivanda, skaðaminnkun og áhugahvetjandi samtöl með meiru. Hún hefur einnig verið stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands frá 2008 auk þess að vera lektor við hjúkunarfræðideild HÍ árin 2007-2011 þar sem hún hefur kennt ýmis námskeið. Helga Sif er klínískur lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ.