Líknarsjóður Oddfellowstúkunnar Þorfinnur Karlsefni hefur fært barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, leirbrennsluofn að gjöf til að nýta í starfsemi listmeðferðar. Gjöfin var afhent 5. maí 2017.
Listmeðferðarfræðinga á BUGL segja leirinn mikilvægt verkfæri í listmeðferð þar sem hann hefur sterk líkamleg áhrif í úrvinnslu tilfinninga og áfalla. Með því að geta brennt leirinn í ofninum varðveitist hann betur og verður táknmynd fyrir þá úrvinnslu sem skjólstæðingurinn er að takast á við. Oft hefur hluturinn eða táknmyndin mikla þýðingu og tilfinningalegt gildi fyrir þann sem verkið vann og einstaklingurinn getur eignast og varðveitt eftir að meðferð líkur.
Mynd: Líknarsjóður Oddfellowstúkunnar Þorfinns Karlsefnis gaf BUGL leirbrennsluofn. Bjarni, Halldór og Ari frá Oddfellow. Bryndís Jónsdóttir, sem hélt tónleika í Fríkirkjunni til styrktar starfsemi listmeðferðar á BUGL. Íris og Sólveig Katrín, listmeðferðarfræðingar á BUGL.