Á haustmánuðum 2016 fékk Landspítali hjólavottun fyrir Hringbraut, Fossvog, Landakot, Vífilsstaði, Grensás, Ármúla, Klepp, BUGL, Tunguháls og Blóðbanka. Allar stöðvar fengu silfurvottun. Viðurkenningarammar hanga uppi á viðkomandi starfsstöðvum.
Vottunin sýnir hvar Landspítali stendur, bæði hvað hefur verið vel gert og hvað hægt er að bæta. Fyrirtæki sem standast lágmarkskröfur fá brons, silfur eða gull. Hjólavottun metur til dæmis hjólaaðstöðu gesta og starfsmanna, búninga-, sturtu- og þurrkaðstöðu starfsmanna, stefnumótun, þátttöku og stuðning við starfsmenn og samgöngusamning.
Á spítalanum hefur staðið yfir uppbygging á aðstöðu og umgjörð allri fyrir hjólandi fólk en vitað er að úr mörgu má bæta þó. Bætt aðstaða starfsmanna og yfirbyggð hjólaskýli eru á verkefnalistanum. Nú í vor er til dæmis tilbúið yfirbyggt hjólaskýli í Fossvogi.
Landspítali var með fyrstu fyrirtækjum/stofnunum sem hafa fengið hjólavottun. Ásamt Landspítala fengu Vínbúðin Heiðrún, Reykjavíkurborg Borgartúni og tryggingafélagið Vörður fyrstu viðurkenningarnar.
„Hjólað í vinnuna“ stendur yfir