Kæra samstarfsfólk!
Eins og ég hef áður tekið upp á þessum vettvangi vekur þessi áætlun áhyggjur um framtíðarrekstur spítalans og var það rakið á skilmerkilegan hátt á fundi velferðarnefndar.
Sjá nánar um ársfund Landspítala 2017 í texta, tölum, myndum og myndskeiðum.
Hafið það gott um helgina, hvort heldur þið standið vaktina eða hlaðið batteríin!
Landspítali hjá velferðarnefnd Alþingis
Í morgun fóru fulltrúar Landspítala á fund velferðarnefndar Alþingis til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. Landspítali hefur einnig skilað umsögn um málið.Eins og ég hef áður tekið upp á þessum vettvangi vekur þessi áætlun áhyggjur um framtíðarrekstur spítalans og var það rakið á skilmerkilegan hátt á fundi velferðarnefndar.
Mistök við vinnslu fjármálaáætlunar?
Við höfum vakið athygli á því sem tæpast getur verið annað en mistök við vinnslu áætlunarinnar en þar eru settar fram samanburðartölur um fjárframlög Norðurlandaþjóða til heilbrigðisþjónustu sem ekki standast skoðun. Aðalvandinn er sá að töluvert meira fé þarf til Landspítala sem og til heilbrigðisþjónustunnar í heild heldur en gert er ráð fyrir í áætluninni. Framundan er samdráttartímabil í rekstri Landspítala ef áætlunin verður samþykkt eins og hún liggur nú fyrir Alþingi enda þarna kominn rammi fjárlaga til næstu 5 ára. Jafnframt skortir í áætluninni upp á fullnægjandi fjármögnun til að ljúka Hringbrautarverkefninu því þótt fé sé ætlað til uppbyggingar meðferðar- og rannsóknarkjarna er hvorki gert ráð fyrir kostnaði við tækjavæðingu bygginganna né við breytingar á eldra húsnæði.Ársfundur Landspítala 2017
Á mánudaginn var fór ársfundur Landspítala fram. Fundurinn var í alla staði glæsilegur og sá fjölmennasti til þessa. Það verður þó að viðurkennast að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar brá skugga á fundinn auk þess sem ég taldi nauðsynlegt að benda á þá áskorun sem öldrun þjóðarinnar setur heilbrigðiskerfinu. Að sama skapi var skemmtilegt að sýna fjölbreytileikann í starfseminni, meðal annars í skemmtilegum myndskeiðum og að vanda var það sérstök ánægja að heiðra frábært starfsfólk og starfsmannahópa.Sjá nánar um ársfund Landspítala 2017 í texta, tölum, myndum og myndskeiðum.
Vísindi á vordögum 4. maí
Í framhaldi af þessum góða fundi er rétt að minna á skemmtilegan vorboða - Vísindi á vordögum, sem verða í næstu viku. Hér er um að ræða árlega uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala og dagskráin að vanda áhugaverð og metnaðarfull. Heiðursvísindamaður og ungur vísindamaður Landspítala verða útnefndir og þeir kynna rannsóknir sínar. Ástæða er líka til að nefna veggspjaldakynningu sem fram fer samhliða fundinum. Hann verður í Hringsal fimmtudaginn 4. maí og hefst kl. 13.00. Ég vona að ég sjái ykkur sem flest þar.Hafið það gott um helgina, hvort heldur þið standið vaktina eða hlaðið batteríin!
Páll Matthíasson