Sumarið 2017 verða lokanir á Landspítala svipaðar og árið 2016. Mestar verða þær á tímabilinu 25. júní til 8. ágúst. Flest verða rúmin lokuð frá 16. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi eða um 20% af heildarfjölda rúma á spítalanum.
Sumarlokanirnar hefjast í byrjun júní, einni viku síðar en árið 2016, og verða færri sem nemur 6 rúmum. Flest rúm verða opnuð um það bil viku fyrr en árið 2016. Sumarlokanirnar byrja og enda á mismunandi tímum sem og önnur starfsemi svo sem á dag- og göngudeildum.
Yfirlit yfir lokanir legudeilda má sjá hverju sinni í Heilsugátt en innlagnastjóri sér um að uppfæra fjölda rúma samkvæmt sumaráætlun.
Lyflækningasvið
Á lungnadeild A6 verður 2 rúmum lokað, 6 rúmum á smitsjúkdómadeild A7 þegar mest er og mest 5 rúmum á taugalækningadeild B2. Á meltingardeild 12E er dregið úr starfsemi sem nemur 9 rúmum í júlí. Hjartadeild 14EG verður með eitt teymi sem sinnir líka hjartagátt og á deild 14EG verða 6 rúm lokuð yfir hásumarið. Á móti kemur að greiningardeild verður opnuð á A2 í Fossvogi þann 1. júní og þar verður bætt við 6 rúmum sem vegur á móti sumarlokunum.
Aðgerðasvið
Lágmarkfjöldi opinna skurðstofa verður frá 19. júní til 14. ágúst og á hvorri gjörgæslu verður 1 rúmi lokað frá 13. júní til 21. ágúst. Speglun, dauðhreinsun og vöknun eru með lágmarksstarfsemi í samræmi við fjölda opinna skurðstofa.Skurðlækningasvið
Starfsemi á skurðlækningadeild 12G dregst saman um 4 rúm í fjórar vikur en á kviðarhols- og þvagfæraskurðlækningadeild 13E verða áfram 18 rúm. Á öðrum skurðdeildum verður fækkað um 6 rúm frá miðjum júní og fram yfir verslunarmannahelgi.Geðsvið
Fimm og sjö daga deildir á Kleppi verða lokaðar frá 31. júní til 8. ágúst og á móttökugeðdeild 32A verða 15 rúm lokuð á sama tíma.Kvenna- og barnasvið
Rúmum verður fækkað á barnadeild 22E niður í 12 þegar líður á júní . Á barna- og unglingageðdeild verður dregið úr starfsemi og rúmum fækkað um alls 8 í sumar. Rjóður verður lokað í fjórar vikur. Á kvenlækningadeild 21A verður dregið úr starfsemi um 5 rúm frá 18. júní til 20. ágúst.Flæðisvið
Fimm daga deild L3 á Landakoti verður lokuð frá miðjum júní til 8. ágúst. Dagdeild Landakots verður lokuð frá 3. júlí og göngudeild á Landakoti frá 9. júlí en þær verða síðan opnaðar aftur þann 8. ágúst. Á Vífilsstöðum verður starfsemi dregin saman sem nemur 2 rúmum í allt sumar. Á endurhæfingardeild R2 á Grensási verður 5 rúmum lokað í enda júní.