Yfir 200 tilnefningar bárust um heiðranir starfsfólk á ársfundi Landspítala 2017 sem var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu 24. apríl.
Hefð er fyrir því að Landspítali heiðrar árlega starfsmenn sem sýnt hafa framúrskarandi árangur og lagt fram sérstaklega lofsvert framlag til starfseminnar undangengin misseri.
Heiðranirnar byggjast á tilnefningum samstarfsfólks og geta allir starfsmenn tilnefnt einstaklinga eða hópa.
Við valið á þeim sem eru heiðraðir er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu spítalans - öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur - og þeirra gilda
sem stofnunin starfar eftir - umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.
Í valnefnd vegna heiðrana voru Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Einar Stefán Björnsson, prófessor og yfirlæknir, Kristín Jónsdóttir, gæðastjóri á rannsóknarsviði, María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs og Vigdís Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri á aðgerðasviði. Starfsmaður nefndarinnar var Þórleif Drífa Jónsdóttir.
Einstaklingarnir sem voru heiðraðir fengu auk viðurkenningarskjalsins gjafakort en teymunum var boðið að koma saman í smá veislu í boði Landspítala á vinnustaðnum.
Glærur af ársfundinum með umsögnum um þá sem voru heiðraðir (pdf)
Einstaklingar
Ásdís Gunnarsdóttir sjúkraliði, móttökugeðdeild 33A, geðsvið
Ásta Kjartansdóttir heilbrigðisritari, bráðaöldrunarlækningadeild, flæðisvið
Gerður Helgadóttir skrifstofustjóri, framhaldsmenntun, lyflækningasvið
Gísli Vigfússon yfirlæknir, svæfingar- og gjörgæslulækningar, aðgerðarsvið
Hafdís Sigrún Aradóttir aðstoðardeildarstjóri, speglun Hringbraut, aðgerðarsvið
Hrund Scheving Thorsteinsson deildarstjóri, menntadeild, framkvæmdastjórar hjúkrunar og lækninga
Hrönn Finnsdóttir hjúkrunarfræðingur, dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga, lyflækningasvið
Linda Björnsdóttir starfsmannahjúkrunarfræðingur, skrifstofa mannauðssviðs, mannauðssvið
Pawel Soltysiak starfsmaður, kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild, skurðlækningasvið
Rúnar Bjarni Jóhannsson deildarstjóri, reikningshald, fjármálasvið
Hópar / Teymi
1. Sjúkraliðahópurinn á blóðlækningadeild
Bryndís Böðvarsdóttir
Bylgja A Sigurgarðarsdóttir
Edda Janett Sigurðsson
Guðrún Eyja Erlingsdóttir
Hafdís Erla Árnadóttir
Helga Björk Harðardóttir
Iwona Posiadala
Jakobína Eygló Benediktsdóttir
Sigríður Halldóra Ólafsdóttir
Þórunn Björk Einarsóttir
2. Missisteymi kvennadeildar
Þórunn Pálsdóttir ljósmóðir
María G. Þórisdóttir ljósmóðir
Ólafía Aradóttir ljósmóðir
Sigríður Kjartansdóttir, ritari 22A
Bjarney Hrafnberg Hilmarsdóttir ljósmóðir
Hulda Hjartardóttir fæðingarlæknir
Kristín Rut Haraldsdóttir ljósmóðir
Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi
Ingileif Malmberg prestur
Brynja Ragnarsdóttir fæðingarlæknir
Jóhanna Valgerður Hauksdóttir ljósmóðir
Hildur Gísladóttir læknaritari
Gígja Erlingsdóttir læknir
Anna Sigrún Ingimarsdóttir félagsráðgjafi
Berglind Stefánsdóttir sálfræðingur
Hallfríður Kristín Jónsdóttir ljósmóðir
Hilda Friðfinnsdóttir yfirljósmóðir
3. Þverfaglegt bæklunarteymi
Þverfaglega bæklunarteymið samanstendur af starfsmönnum margra starfshópa frá þremur sviðum spítalans á mismunandi einingum: Svanhildur Jónsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, Charlotta María M Evensen skurðhjúkrunarfræðingur, Jórunn Guðlaug Sigurðardóttir sjúkraliði, Erla Björk Sigmundsdóttir sjúkraliði, Anna María Witos-Beigun, sérhæfður starfsmaður, Áslaug Ína Kristinsdóttir svæfingarhjúkrunarfræðingur, Valgerður Grímsdóttir aðstoðardeildarstjóri, María Sigurðardóttir svæfingarlæknir, Einar Páll Indriðason svæfingarlæknir, Hjörtur Friðrik Hjartarson bæklunarskurðlæknir, Ríkarður Sigfússon bæklunarskurðlæknir, Gunnar Brynjólfur Gunnarsson bæklunarskurðlæknir, Sigrún Arndís Hafsteinsdóttir innköllunarstjóri, Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, Bjarnveig Pálsdóttir deildarstjóri, Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur B3, Kolbrún Kristiansen hjúkrunarfræðingur, Margrét Hannesdóttir aðstoðardeildarstjóri, María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, Anna Huld Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Harpa Hrönn Sigurðardóttir sjúkraþjálfari, Sólveig Sverrisdóttir deildarstjóri. Auk þess voru allir starfsmenn þessara eininga þátttakendur í þessu stóra verkefni.