Margrét Manda Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri hjúkrunar á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild Landspítala til næstu 5 ára.
Manda útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2010 og lauk MBA námi í stjórnun og viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík 2016.
Hún hefur unnið sem aðstoðardeildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild frá 2013. Frá því að Manda útskrifaðist úr hjúkrun hefur hún einnig unnið á skurðdeildum og á barna- og unglingageðdeild.
Eftir að Manda hóf störf á geðsviði hefur hún stýrt og tekið þátt í margs konar umbótaverkefnum svo sem í sambandi við bætta öryggismenningu, innleiðingu faglegra vinnubragða, bætta hjúkrunarskráningu og aukinn stuðning varðandi þjónustu við nánustu aðstandendur.