Guðný Valgeirsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri á sameinaðri dag- og göngudeild á Landakoti. Á deildinni fer fram endurhæfing, meðferð og greining á sjúkdómum og heilsufarsvanda aldraðra.
Guðný lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1994 og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012. Guðný starfaði við hjúkrun frá 1994 til 2006 bæði á Landspítala sem og í tvö ár á Herlev sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Hún starfaði sem markaðsfulltrúi hjá Vistor frá 2006 til 2016. Guðný hefur verið í stöðu aðstoðardeildarstjóra á útskriftardeild L2 frá því deildin var opnuð í mars 2016. Þar hefur hún tekið þátt í ýmsum þróunarverkefnum og vinnuhópum. Hún hefur verið í fagráði öldrunar og aðalfulltrúi flæðisviðs í hjúkrunarráði Landspítala.