Grunnskólakynningar voru á Landspítala 20., 21. og 23. mars 2017 fyrir nemendur í 10. bekk.
Öllum nemendum í 10. bekk í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu var boðið og gátu skólastjórnendur skráð nemendur sem hafa áhuga á heilbrigðisstörfum.
Færri komust að en vildu en full skráning var á allar þrjár kynningarnar eða um 100 nemendur í hvert skipti.
Markmið með grunnskólakynningum er að kynna áhugasömum nemendum um heilbrigðisvísindi sitthvað um heilbrigðisstörf og Landspítala sérstaklega, hversu fjölbreytt starfið er innan veggja hans og hvaða tækifæri eru þar í boði.
Hver kynning var frá klukkan 9:30 til 12:00 og boðið var upp á hressingu að hætti Hringskvenna á milli kynninganna.
Í þetta sinn voru eftirtaldir með kynningar á námi og starfi sínu innan Landspítala:
Rósa Björk Jónsdóttir, lífeindafræðingur á rannsóknarkjarna
Helga Sigurðardóttir, ljósmóðir og verkefnastjóri á mannauðssviði
Ólafur G. Skúlason, skurðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á skurðstofum í Fossvogi
Hafdís Erla Árnadóttir, sjúkraliði á öryggis- og réttargeðdeild, og Guðrún Eyja Erlingsdóttir, sjúkraliði á blóðlækningadeild
Óskar Valdórsson, læknir á lyflækningasviði
Agnes Benediktsdóttir, geislafræðingur á röntgendeild
Sigurbjörg Magnúsdóttir, verkefnastjóri á mannauðssviði, almenn kynning á Landspítala.