Thorvaldsensfélagið hefur fært röntgendeild Landspítala að gjöf tvo sjúklingalyftara.
Annar þeirra verður á deildinni við Hringbraut, hinn í Fossvogi.
Gjöfin er kærkomin því svona lyftarar hafa ekki verið til á röntgendeildinni. Þeir munu auðvelda geislafræðingum vinnu sína með þunga sjúklinga og sjúklinga sem hafa ekki getu til að færa sig sjálfir yfir á rannsóknarbekkinn. Starfsmenn deildarinnar eru félaginu því þakklátir.
Anna Birna Jensdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, afhenti Steinunni Erlu Thorlacius, aðstoðardeildarstjóra röntgendeildar, gjöfina 21. mars 2017, að viðstöddum fleiri konum í félaginu og starfsfólki á deildinni.