Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar í Blóðbankanum, hefur verið endurkjörinn forseti Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna (Scandinavian Society for Biomaterials). Ólafur stundar kennslu og rannsóknir í vefjaverkfræði og stofnfrumulíffræði og hefur verið félagi í lífvísindasetrinu frá stofnun þess. Hann er dósent við Háskólann í Reykjavík og klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Skandinavísku lífstoðefnissamtökin voru stofnuð árið 2008. Markmið þeirra er að tengja saman rannsóknarhópa sem stunda rannsóknir á lífstoðefnum (e. biomaterial) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Ólafur var endurkjörinn forseti samtakanna á árlegri ráðstefnu þeirra þar sem fjallað er um fjölbreytt málefni lífstoðefnafræðinnar. Ráðstefnan var í Hafjell í Noregi 15.-17. mars 2017.
Samtökin leggja áherslu á gefa ungu fólki tækifæri og veita styrki til þeirra til að heimsækja rannsóknarstofur á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.
Vefur Scandinavian Society for Biomaterials