Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni „Á ljúfum nótum“ og haldnir í hádeginu.
Á tónleikunum söfnuðust 425 þúsund krónur og voru keypt sjö 32 tommu sjónvörp sem verða inni á sjúkrastofum sjúklinga.
Lilja Eggertsdóttir hefur veg og vanda af þessum tónleikum en á jólatónleikunum 2016 komu fram þrír einsöngvarar, þau Hanna Dóra Sturludóttir, Einar Clausen og Ágúst Ólafsson, ásamt kvennakórnum Heklunum og hljómsveit. Hljómsveitina skipuðu Diljá Sigursveinsdottir fiðla, Íris Gísladóttir, fiðla, Ásdís Runólfsdóttir, víóla, Helga B. Ágústsdóttir, selló, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi, Jóhanna Björk Snorradóttir, flauta og Lilja Eggertsdóttir, píanó og stjórnandi.
Myndin fyrir ofan: Fyrir söfnunarfé styrktartónleikanna „Hátíðarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík“ í desember 2016 voru keypt 7 sjónvörp á bráðadeild G2 í Fossvogi. Bára Benediktsdóttir, fulltrúi framkvæmdastjóra flæðisviðs, Ragna Gústafsdóttir deildarstjóri, Lilja Eggertsdóttir sem hafði veg og vanda af tónleikunum og Ragna María Ragnarsdóttir aðstoðardeildarstjóri.