Vika hjúkrunar verður haldin í tólfta sinn dagana 8.-12. maí 2017 og vinnur fræðslunefnd hjúkrunarráðs hörðum höndum að gerð dagskrár vikunnar. Allar ábendingar vel þegnar.
Í tilefni af því kallar fræðslunefnd hjúkrunarráðs eftir veggspjaldakynningum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra eins og undanfarin ár.
Skráning veggspjalda stendur nú yfir og lýkur 1. maí 2017.
Viðburðir vikunnar verða:
- Opnun vikunnar og málþing um atvik og vinnulag í kjölfar atvikaskráninga mánudaginn 8. maí
- Kynningar á veggspjöldum á miðvikudeginum 10. maí
- Hádegiserindi í hjúkrunarfræðideild HÍ um hjúkrunarmenntun til framtíðar fimmtudaginn 11. maí
- Málþing um samtal um meðferðarmarkmið og meðferðarstig í samvinnu við læknaráð, fimmtudaginn 11. maí kl. 16.00.
- Hátíðarviðburður föstudaginn 12. maí
- Málþing Fíh föstudaginn 12.maí kl. 13.00-16.00.
- Happy Hour föstudaginn 12. maí
Að ógleymdum veggspjaldakynningum sem prýða munu ganga spítalans frá 8.-22. maí.
Hvetjum sem flesta til að taka þátt og njóta!
Fræðslunefnd hjúkrunarráðs