Dr. Brynjólfur Mogensen var nýlega fyrstur manna skipaður prófessor í bráðalækningum. Í meðfylgjandi myndskeiði er rætt stuttlega við Brynjólf og dr. Þórdísi Katrínu Þorsteinsdóttur, formann undirbúningsnefndar Bráðadags 3. mars 2017 þar sem sérstök málstofa verður tileinkuð Brynjólfi.
Bráðadagurinn er árleg ráðstefna á vegum flæðisviðs Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu. Bráðadagurinn er ekki bara uppskeruhátíð rannsókna og starfsþróunarverkefna bráðaþjónustu heldur einnig mikilvægur liður í símenntun starfsfólks Landspítala. Enn fremur sækir ráðstefnuna margt starfsfólk á öðrum sviðum heilbrigðiskerfisins, ásamt áhugafólki og atvinnumönnum sem tengjast faginu.