Vísindaráð Landspítala auglýsir eftir ágripum fyrir veggspjaldasýningu sem haldin verður á Vísindum á vordögum 4. maí 2017.
Frestur til að skila ágripunum rennur út miðvikudaginn 15. mars, kl. 18:00.
Höfundar samþykktra ágripa fá tækifæri til að kynna efni veggspjalda sinna á Vísindum á vordögum.
Innsend ágrip verða grunnur að vali á
- ungum vísindamanni ársins á Landspítala árið 2017.
- Skilyrði fyrir vali er að flytjandi hafi lokið háskólaprófi á síðustu 5 árum.
- tveim bestu vísindaverkefnum ungs vísindafólks á Landspítala. Veittir verða tveir ferðastyrkir til að kynna rannsóknarverkefni á ráðstefnu erlendis.
- Vinningshafar verða verðlaunaðir hvor með sínum ferðastyrknum til að kynna rannsóknarniðurstöður sínar á ráðstefnu í útlöndum.
Ágripin þurfa að vera á íslensku en veggspjöldin á íslensku eða ensku.
Vanda þarf til málfars.
Ágripin verða ekki prófarkalesin heldur send Læknablaðinu til prentunar eins og þau eru send vísindaráði Landspítala.
Vísindaráð áskilur sér rétt til þess að hafna ágripum sem
- ekki er vandað til.
- uppfylla ekki kröfur um vísindalegt innihald.
- fylgja ekki leiðbeiningum um gerð ágripa hér fyrir neðan.
Gerð ágripa
Farið er eftir reglum Læknablaðsins um lengd (1.800 letureiningar) og gerð ágripa.
Ágrip skulu fylgja eftirfarandi framsetningu:
1. Titill – feitletraður
- Hámark 100 letureiningar og bil
- Nöfn höfunda og deildir/vinnustaðir merktir með númerum í brjóstletri
- Netfang aðalhöfundar eða tengiliðs – skáletrað
2. Undirfyrirsagnir skulu feitletraðar.
3. Meginmáli sé skipt svo:
- Inngangur
- Markmið
- Aðferðir
- Niðurstöður
- Ályktun
Nota skal Times New Roman, 12 punkta letur.
Ekki er tekið við töflum eða myndum.
Sjá dæmi um uppsetningu ágrips (pdf) og framsetningu í fylgiriti (pdf).
Ágrip send inn
Ágrip skulu send rafrænt til utdrattur@landspitali.is
Í upplýsingalínu tölvupósts skal standa: Veggspjaldakynning 2017 og „nafn flytjanda“.
Texti tölvupósts:
- Nafn forsvarsmanns verkefnisins.
- Hver mun kynna veggspjaldið? (Nafn, kennitala, netfang, símanúmer, vinnustaður og starfshlutfall).
- Vegna vals á ungum vísindamanni Landspítala og tveim bestu vísindaverkefnum ungs vísindafólks spítalans skal geta þess ef aðalhöfundur/kynnir hefur lokið háskólaprófi á síðustu 5 árum.
Nánari upplýsingar
Oddný S. Gunnarsdóttir verkefnastjóri, 824 5393, oddnygu@landspitali.is
Jóhanna Gunnlaugsdóttir, starfsmaður vísindaráðs, s. 543 6179, johgunnl@landspitali.is
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður adhoc nefndar vísindaráðs Landspítala, s. 697 4836, thordith@landspitali.is