Margrét Birna Andrésdóttir sérfræðilæknir hefur tekið við starfi yfirlæknis nýrnalækninga tímabundið frá 1. febrúar 2017 vegna annarra verkefna Runólfs Pálssonar yfirlæknis.
Margrét Birna lauk sérfræðinámi í lyflækningum og nýrnasjúkdómum frá Háskólasjúkrahúsinu í Nijmegen í Hollandi árið 1996 og doktorsprófi á sviði nýraígræðslna frá Háskólanum í Nijmegen árið 2000. Hún hefur starfað sem sérfræðingur í nýrnasjúkdómum á Landspítala frá árinu 2001 og veitt ígræðslugöngudeild forstöðu frá árinu 2003. Margrét Birna sat fyrir hönd Landspítala í stjórn Scandiatransplant á árunum 2010-2015.