Allir námslæknar í framhaldsnámi í lyflækningum á Landspítala hafa rannsóknarverkefni og voru þau kynnt í Nauthól 10. febrúar 2017 á árlegri ráðstefnu.
Alls bárust 33 ágrip (pdf).
Rannsóknirnar eru unnar í samstarfi við sérfræðinga innan sem utan Landspítala.
Vísindasamstarf við Háskóla Íslands, Hjartavernd og Íslenska erfðagreiningu er grundvöllur vísindastarfsins.
Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, flutti erind um mikilvægi vísindastarfsemi fyrir læknavísindin og samtvinnun þessara þátta og Einar S. Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Háskóla Íslands, hélt erindi um mikilvægi vísindarannsókna fyrir framtíð námslækna.
Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, dr. med, klínískur dósent, er umsjónarmaður vísindaverkefnanna og rannsóknarráðstefnunnar.
Ráðstefnan var haldin með styrk frá Vistor og Roche.