Landspítali náði því markmiði sínu að endurvinnsla úrgangs árið 2016 yrði 30% .
Árlega fara 430 tonn til endurvinnslu eða um 1,2 tonn á dag. Hefði spítalinn látið ógert að innleiða meiri flokkun en var árið 2012 hefði helmingi minni úrgangur verið sendur til endurvinnslu árið 2016; 217 tonn eða 0,6 tonn á dag. Það sem helst munar um og fer ekki lengur í urðun er allur pappír, plast, lífrænn úrgangur og textíll.
Magn pappírs til endurvinnslu hefur áttfaldast, magn plasts sem fer til endurvinnslu hefur nærri fjórfaldast. Lífrænn úrgangur hefur ríflega tvöfaldast, fór úr 50 tonnum 2012 í 115 tonn 2016. Endurvinnsla á textíl var innleidd 2015 og gera má ráð fyrir að árlega séu send rúmlega 10 tonn til Rauða krossins í fatasöfnun.
Til endurvinnslu fer meðal annars pappi, plast, pappír, lífrænn úrgangur, garðaúrgangur, málmar, textíll, timbur og matarolía.